Gardur.is
Veftré
Hafðu samband
Spurningar & svör










Ný bálstofa á Íslandi    

    

    

    

    


     

Einstaklingurinn:
Nafn:
Þorsteinn Sveinsson
Heimili:
Laugarvegi 9
Fæðingardagur:
06-02-1906
Staða:
Dánardagur:
20-04-1965
Kirkjugarður:
Siglufjarðarkirkjugarður eldri
Jarðsetningardagur:
Reitur:
3-24
Annað:
Frá Lónkoti
Senda athugasemd.

Ítarefni. Neðangreind ævidrög eru tekin saman af aðstandendum:

Þorsteinn Sveinsson fæddur 6. febrúar 1906 að Miðmóun í Fljótum, dáinn 20. apríl 1965. Foreldar hans voru Sveinn Sigvaldason, fæddur 1842, dáinn 1909 og Steinunn Jónsdóttir, fædd 1874, dáin 1955.
Kvæntist Sigríði Pétursdóttur 1941 og eignuðust þau 3 börn. Jóhönnu Steinunni Þorsteinsdóttur fædd 1941, dáin 2010. Svein Þorsteinsson fæddur 1945. Fanney Þorsteinsdóttur fædd 1953.
Þorsteinn var verkamaður, vann ýmis störf og bjó alla tíð á Siglufirði.

Veturinn 1965 fór Þorsteinn til Reykjavíkur til að leita sér atvinnu, sem fleiri Siglfirðingar, og vann hann hjá Hitaveitu Reykjavíkur en á skírdag fór hann í uppskipunarvinnu við höfnina og lést þar við störf sín vegna slysfara.

66955_a.jpg

Úr Einherja 30.apríl 1965.

Það sviplega slys varð við Reykjavíkurhöfn, á skírdag að Þorsteinn Sveinsson, frá Siglufirði, varð fyrir miklum áverka við uppskipunarvinnu í Fjallfossi, og lézt Þorsteinn í Landakotsspítala fáum dögum síðar. Þorsteinn var fæddur 6. febrúar 1906, að Miðmóum í Fljótum, og var þvi 59 ára er hann lézt.

Hann ólst upp að mestu hjá bróður sínum, Jóni, er bjó að Lónkolti í Fellshreppi. Var Þorsteinn oft síðan kenndur við þann bæ. Um 1927 fluttist hann til Siglufjarðar og átti þar heima ætíð síðan. 1941 kvæntist Þorsteinn Sigríði Pétursdóttir, og eignuðust þau 3 börn. Einn son átti Þorsteinn áður en hann giftist, og er hann nú bóndi að Völlum í Svarfaðardal. Þorsteinn vann fyrstu árin hjá Tynes, en um margra ára skeið var hann starfsmaður hjá Síldarverksmiðjum ríkisins.

Sl. vetur fór Þorsteinn til Reykjavíkur til að leita sér atvinnu, sem fleiri Siglfirðingar, og vann hann hjá Hitaveitu Reykjavíkur, en á skírdag fór hann í uppskipunarvinnu við höfnina, og varð það hans síð- asta verk. Þorsteinn var sérstakur dugnaðar- og atorkumaður. Sívinnandi og samvizkusamur starfsmaður, sem vann alla tíð hörðum höndum fyrir sér og sínum. Heimili hans, að Laugarvegi 9, var afrakstur vinnu hans og konu hans. Með Þorsteini er fallinn í valinn mætur maður. Kona hans og börn hafa misst góðan föður, og Siglufjörður er einum dugnaðar- og atorkumanni fátækari.

Blessuð sé minning hans.

   


Söguágrip:
Siglufjarðarkirkjugarður er í Siglufjarðarprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Kirkja hefur verið í Siglufirði síðan 1614 en var áður á Siglunesi. Núverandi Kirkja var vígð 1932. Árið 1974 voru settir steindir gluggar í kirkjuna, teiknaðir af Maríu Katzgrau. Siglufjarðarkirkja á marga góða gripi meðal annars altaristöflu frá 1726 er sýnir síðustu kvöldmáltíðina, aðra frá 1903 eftir Anker Lund er sýnir Krist í grasgarðinum, og hina þriðju eftir Gunnlaug Blöndal er sýnir Krist birtast sjómönnum í hafsnauð. Skírnarfontur er eftir Ríkharð Jónsson.

Ítarefni kirkjugarðs:
Svipmynd úr garðinum Víðmyndir úr garðinum
Engar myndir frá garði! Engar víðmyndir úr garði
Annað
Heimasíða kirkjugarðsins [ Skoða ]

Almennar upplýsingar :
Nafn tengiliðar:
Skúli Jónsson
Fjöldi þekktra legstaða:
1465
Símanúmer:
Prófastsdæmi:
Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi
Netfang:
Heimasíða: