Kirkja hefur staðið í Lögmannshlíð um langt árabil, sennilega frá því skömmu eftir kristnitöku. Núverandi kirkja var vígð fyrsta sunnudag í aðventu árið 1860. Talið er að kirkjugarður hafi verið í Lögmannshlíð frá fyrstu tíð.
Lögmannshlíðarkirkja á nokkra merka muni. Altaristöflu (brík) með vængjum, frá árinu 1648. Predikunarstól með myndum guðspjallamannanna frá árinu 1781 sem virðist með öllu óbreyttur frá upphafi gerður af Jóni Hallgrímssyni málara (1739-1808) og Kristmynd á kórvegg eftir Eggert Guðmundsson listmálara.
Árið 1980 var rekstur kirkjugarða Akureyrarsóknar og Lögmannshlíðarsóknar sameinaður undir heitinu Kirkjugarðar Akureyrar.
|