Kirkjugarðurinn í Selárdal er í Barðastrandaprófastsdæmi. Núverandi kirkja í Selárdal er úr timbri gerð, upphaflega smíðuð árið 1861. Hún á marga merka muni. Meðal þeirra má nefna fornan predikunarstól með máluðum myndum af Móse og spámönnum, altaristöflu frá 1752 sem er dönsk og sýnir kvöldmáltíðina, mjög vandaðan kaleik frá 1765 og patínu.
|