Prenta síðu á Gardur.is



Einstaklingurinn:
Nafn:
Sólrún Þorgeirsdóttir
Heimili:
Stóragerði 36
Fæðingardagur:
28-12-1945
Staða:
Sjúkraliði
Dánardagur:
13-04-2002
Kirkjugarður:
Gufuneskirkjugarður
Jarðsetningardagur:
23-04-2002
Reitur:
G-5-101
Annað:

Ítarefni. Neðangreind ævidrög voru birt í Morgunblaðinu á útfarardegi:
Sólrún Þorgeirsdóttir fæddist á Patreksfirði 28. desember 1945. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu, Trönuhjalla 17 í Kópavogi, 12. apríl 2002. Foreldrar hennar voru Ingimundur Þorgeir Þórarinsson, f. í Kollsvík í Rauðasandshreppi 11. apríl 1916, d. 25. ágúst 1982, og Svava Gísladóttir, f. í Rauðseyjum á Breiðafirði, 11. september 1922, d. 16. desember 1997. Systkini Sólrúnar eru Gísli Þór Þorgeirsson, f. 30. september 1944, og Dagný Björk Þorgeirsdóttir, f. 20. maí 1947.

Fyrri eiginmaður Sólrúnar var Sigþór Ingólfsson, f. 27. janúar 1944. Þau gengu í hjónaband 19. desember 1964, en slitu samvistum árið 1976. Foreldrar Sigþórs voru Ingólfur Guðmundsson, f. 15. febrúar 1907, d. 27. ágúst 1983, og Þórey Sigurðardóttir, f. 30. júní 1907, d. 20. janúar 1997. 3. september 1994 giftist Sólrún Ólafi Vigni Sigurðssyni, f. 9. júlí 1947. Foreldrar hans eru Sigurður Ólafsson f. 5. mars 1920, d. 12. júlí 1962, og Guðbjörg Ólafsdóttir, f. 18. ágúst 1927. Sólrún og Ólafur slitu samvistum árið 1997. Börn Sólrúnar og Sigþórs eru: 1) Jósef Gunnar Sigþórsson, f. 5. maí 1964. Sambýliskona hans er Elsa Dögg Gunnarsdóttir, f. 13. mars 1969. Foreldrar hennar eru Gunnar Haraldur Hauksson, f. 29. október 1946, og Áslaug Jóhanna Guðjónsdóttir, f. 10. júní 1950. Sonur Jósefs Gunnars og Elsu Daggar er Guðjón Þór, f. 18. júní 2000; 2) Þórey Sigþórsdóttir, f. 25. nóvember 1965. Sambýlismaður hennar er Hilmar Oddsson, f. 19. janúar 1957. Foreldrar hans eru Oddur Björnsson, f. 25. október 1932 og Borghildur Thors, f. 27. maí 1933. Börn Þóreyjar og Hilmars eru Hera, f. 27. desember 1988 og Oddur Sigþór, f. 7. september 2001.

Sólrún Þorgeirsdóttir ólst upp á Patreksfirði og lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum að Núpi í Dýrafirði 1961. Árið 1962 kynntist hún fyrri eiginmanni sínum, Sigþóri Ingólfssyni, og stofnuðu þau heimili á Patreksfirði. Á meðan Sólrún bjó á Patreksfirði vann hún lengi á símstöðinni og síðar við verslunarstörf. Þau hjónin voru bæði virk í félagslífi staðarins og starfaði Sólrún til dæmis mikið innan leikfélagsins. Sólrún og Sigþór slitu samvistum árið 1976 og fluttist hún þá til Reykjavíkur ásamt börnum sínum. Eftir komuna til Reykjavíkur starfaði Sólrún um skeið á skrifstofu Verkfræðingafélags Íslands, en síðan við símavörslu hjá Vörubílstjórafélaginu Þrótti. Meðfram vinnu hóf hún sjúkraliðanám, lauk forskóla sjúkraliða hjá Námsflokkum Reykjavíkur 1980 og útskrifaðist sem sjúkraliði frá Sjúkraliðaskóla Íslands 1981. Árið 1997 lauk hún sérnámi sjúkraliða í endurhæfingu langveikra í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Sólrún sótti fjölda námskeiða og fyrirlestra sem tengdust starfinu og lauk einnig námskeiðum í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð árið 2000.

Sólrún starfaði sem sjúkraliði í um það bil 20 ár, fyrst á Landspítalanum við Hringbraut og síðar á Kristnesspítala við Eyjafjörð, Vífilsstaðaspítala, Hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði og dagvistun fyrir minnissjúka í Hlíðabæ. Í janúar síðastliðnum hóf hún svo störf á hjúkrunarheimilinu Víðinesi.

Sólrún var alla tíð mjög félagslynd og virk í félagsmálum. Hún var trúnaðarmaður sjúkraliða á Vífilsstöðum og hjúkrunarheimilinu Ási, og var í stjórn Reykjavíkurdeildar SLFÍ og orlofsnefnd SLFÍ. Í gegnum tíðina starfaði hún jafnframt í mörgum nefndum innan Sjúkraliðafélagsins. Einnig var hún um árabil virkur meðlimur innan Junior Chamber-hreyfingarinnar.

   

Gagnvirkt kort af kirkjugarðinum: Stækka kort

Söguágrip:
Gufunes er nesið austur af Viðeyjarsundi, suðvestan Eiðsvíkur. Gufunes virðist snemma hafa orðið sjálfstæð jörð og kirkja er þar komin um 1150 og henni fylgdi kirkjugarður. Gufuneskirkja var lögð niður 1886 en beinin úr kirkjugarðinum voru tekin upp árið 1968 og flutt í nýjan grafreit, sunnar í túninu, vegna byggingarframkvæmda Áburðarverksmiðjunnar.


Árið 1973 úthlutaði Reykjavíkurborg Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma 90, 7 hekturum úr landi Gufuness og Korpúlfsstaða. Í kjölfar úthlutunarinnar hófu starfsmenn KGRP að gróðursetja trjágróður á svæðinu og má víða sjá þess vott, t.d. í holtinu við sunnanverðan Hallsveg. Við jarðvegsrannsóknir á árunum 1973 til 1976 kom í ljós að allstór hluti var ekki grafartækur og þá var gert samkomulag um að minnka svæðið niður í ca 55 ha. Áætlað var að það landsvæði dygði fram á 3. tug næstu aldar.

Fyrst var grafið í Gufuneskirkjugarð í júní 1980 og frá árinu 1983 hafa mun fleiri verið jarðsettir í Gufuneskirkjugarði en Fossvogskirkjugarði, en sá garður er nú útgrafinn, þar eru aðeins eftir frátekin leiði. Á árunum fyrir 1985 hófst undirbúningur byggingarframkvæmda í Grafarvogi, sem brátt varð vinsælt nýbyggingarhverfi. Borgaryfirvöld klipu þá aftur af kirkjugarðinum, sem nú var minnkaður niður undir 30 ha, en jafnframt var Kirkjugörðunum úthlutað 20 ha lands undir kirkjugarð í Stekkjarbrekku, milli Úlfarsár og Vesturlandsvegar. Þannig er staðan í dag og áætlað er að Gufuneskirkjugarður verði útgrafinn (utan frátekið) árið 2015. Fram til 1. júlí 1997 hafa 4.885 grafir verið teknar í garðinum.

Sjá nánar á heimasíðu Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma.

Skipulagsbreytingar voru gerðar á Gufuneskirkjugarði í byrjun október 2002, sem felast í því að áður byrjuðu öll svæði á A og svæðisnúmeri en hafa nú fengiðnýjan bókstaf og nýtt svæðisnúmer, en leiðisnúmer er samt áfram það sama.

Ítarefni kirkjugarðs:
Svipmynd úr garðinum Víðmyndir úr garðinum
Mynd úr garðinum [ Skoða fleiri myndir ] Engar víðmyndir úr garði
Annað
Heimasíða kirkjugarðsins [ Skoða ]

Almennar upplýsingar :
Nafn tengiliðar:
Ingvar Stefánsson
Fjöldi þekktra legstaða:
17121
Símanúmer:
585-2700
Prófastsdæmi:
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra
Netfang:
Heimasíða:
https://www.kirkjugardar.is