Gardur.is
Veftré
Hafðu samband
Spurningar & svör










Ný bálstofa á Íslandi    

    

    

    

    


     
Upplýsingar:
Nafn:
Jóhannes Kristjánsson
Mynd:
Mynd vantar
Heimili:
Bakka
Staða:
Verkamaður (ílátssmiður)
Staður:
Tjörnesi
Fæðingardagur:
17-12-1854
Kirkjugarður: Húsavíkurkirkjugarður Dánardagur: 04-04-1942
Reitur:
540
Jarðsetningardagur:
11-04-1942
Annað:
Fæddur: Hafralæk, Aðaldal
Aldur: 87 ára

Umsókn um ævidrög Senda athugasemd.

Kort af kirkjugarðinum:

Söguágrip:
Kirkjugarðar Húsavíkur

Gamli kirkjugarðurinn er staðsettur þar sem gamla kirkjan stóð við pressetrið Húsavík við Auðbrekku. Kirkjan stóð í miðjum garðinum en var tekin af grunni og viður hennar seldur skömmu eftir að nýja kirkjan var tekið í notkun í miðbænum árið 1907. Það er ekki vitað hver fyrstur var jarðsettur þar en til er legsteinn frá árinu 1754 í garðinum. Húsvíkingurinn Sigurður Pétur Björnsson (Silli) fann nöfn 705 skráðra einstaklinga sem þar hvíla frá árinu 1800 til ársins 1951, , en þá var síðast tekin gröf í gamla kirkjugarðinum. Garðurinn er ekki stór og virðist því hafa verið teknar grafir oftar en einu sinni á sumum stöðum í garðinum. Sumarið 2003 verður ráðist í endurbætur á gamla kirkjugarðinum en fyrirhugað er að framkvæmdirnar standi í þrjú ár. Heildarkostnaður við verkið er áætlaður um 3.2 milljónir króna. Haraldur Karlsson frá Fljótsbakka hefur tekið verkið að sér. Vegghleðslur verða endurnýjaðar. Á þriðja ári er fyrirhugað að setja upp bautastein um gömlu kirkjuna sem stóð í garðinum með upplýsingum um hana. Þá er fyrirhugað að setja upp minningarstein með nöfnum þeirra sem talið er að hvíli í garðinum. Með þessum hætti verður minningu þeirra sem búið er leg í þessum kirkjugarði auðsýnd ræktarsemi og virðing.





Þegar sýnt þótti, árið 1921, að gamli kirkjugarðurinn við Auðbrekku væri fullgrafinn þá var nýtt kirkjugarðsstæði valið sunnan í Húsavíkurhöfðanum. Aðalsteinn Kristjánsson kaupmaður varð vökumaður þegar hann var þar fyrstur manna jarðsettur í október 1921. Þá mældist kirkjugarðurinn 30 -35 faðmar frá austri til vesturs og 20 -25 faðmar frá norðri til suðurs. Árið 1923 var garðurinnn herfaður og girtur. Árið 1926 var gerður uppdráttur af kirkjugarðinum. Jafnframt var áætlað að ráða sérstakan grafara og rætt um að fá hentugt tæki til líkflutninga. Þrátt fyrir góða viðleitni eignaðist söfnuðurinn ekki hentuga bifreið fyrr en árið 1980 þegar keypt var notuð sjúkraflutningabifreið sem enn er notuð. Árið 1927 var gerður vegur að nýja garðinum og var kostnaður greiddur af samskotafé, nema 60 krónur sem greiddar voru af safnaðarfé. Grafreiturinn var að sjálfsögðu verkefni nútíðar og framtíðar en stærsta átak í lagfæringu og gerð garðsins var gert 1986-87, en þá var garðurinn stækkaður og jafnaður með uppfyllingu. Hjörtur Tryggvason var ráðinn til starfa hjá Húsavíkurkirkju m.a. sem kirkjugarðsvörður og lyfti grettistaki í þessum efnum í samráði við sóknarnefnd og landslagsarkitektinn Reyni Vilhjálmsson sem hannaði garðinn. Sóknarnefnd Húsavíkursóknar réði um þessar mundir Benedikt Björnsson, skrúðgarðyrkjumeistara, til þess að hlaða vegg úr grjóti umhverfis kirkjugarðinn nema að norðan, alls 290 metra. Grjótið var tekið upp í Reykjaheiði, upp af Húsavíkurbæ. Mikil prýði er af garðhleðslunni sem hefur haldið sér allar götur síðan hún var hlaðin og lofar meistara sinn. Ofarlega í kirkjugarðinum var reist þjónustuhús sem er áhaldahús fyrir kirkjugarðana. Þjónustuhúsið var fullgert árið 1990 og fékk nafnið Kirkjubær. Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt teiknaði einnig þetta hús. Þar fer einnig fram ýmis önnur starfssemi sem ekki snýr beinlínis að kirkjugörðunum enda húsið háreist með notaleg salarkynni á efri hæð. Þess skal getið að í kirkjugarðinum á Húsavíkurhðfða, til hliðar við þjónustuhúsið, eru tveir minningarreitir markaðir með stuðlabergi. Sá minni nefnist Minning um Líf og er helgaður minningu barna sem ekki fengu að fæðast í þennan heim. Sá stærri er helgaður minningu þeirra sem týndust í hafi eða á landi. Á stuðlabergssúlunum eru nú nafnaskildir með nöfnum 17 einstaklinga.


Athygli hefur vakið hversu vel kirkjugarðarnir er hirtir en núverandi kirkjugarðsvörður og meðhjálpari er Haukur Tryggvason sem hefur auðsýnt mikla natni í störfum sínum gagvart kirkjugörðunum.


Garðarnir eru alls 13.900 fermetrar þegar þessi orð eru skrifuð í maí árið 2003.





Verðugt er að geta ómetanlegs framlags Sigurðar Péturs Björnssonar til kirkjugarðanna á Húsavík og víðar. Þegar hann lauk störfum hjá Landsbankanum þá tók hann sig til og hóf rannsókn á því hverjir hvíldu í kirkjugörðunum og hvar þeir væru staðsettir í þeim. En upplýsingar um það voru mjög ófullnægjandi. Afrakstur vinnu hans, sem stóð í mörg ár, er nær fullkomin legstaðakrá sem hverjum kirkjugarði er sómi af.





Samantekt: Haukur Tryggvason og sr. Sighvatur Karlsson, sóknarprestur.


Heimild: Saga Húsavíkur III bindi.








Húsavíkurkirkja





Velkomin /n á vef Húsavíkurkirkju þar sem kirkjunnar er ýtarlega getið:





www.skarpur.is/husavikurkirkja



Ítarefni kirkjugarðs:
Svipmynd úr garðinum Víðmyndir úr garðinum
Mynd frá Húsavíkurkirkjugarði [ Skoða fleiri myndir ] Engar víðmyndir úr garði
Annað
Heimasíða kirkjugarðsins [ Skoða ]

Almennar upplýsingar :
Nafn tengiliðar:
Guðbergur Rafn Ægisson
Fjöldi þekktra legstaða:
2574
Símanúmer:
Prófastsdæmi:
Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi
Netfang:
Heimasíða: