Skútustaðakirkja.
Í fornum fræðum er sagt að Skúti Áskelsson hafði fyrstur byggt Skútustaði og viljað ná sveitarvöldum við Mývatn. Heimildir eru fyrir því að 1318 var kirkja að Skútustöðum –Ólafs-kirkja hins helga. Árið 1447 er þess getið að jörðin Hrakströnd sé í Skúrustaða þingi.
Skútustaðir eru gerðir að prestssetri 1856 og samkvæmt lögum frá 1880 heitir prestakallið Skútustaðaprestakall, en áður nefnt Mývatnsþing. Þó staðarkirkjan hafi í upphafi verið bændakirkja hefur hún lengi verið í eigu safnaðarins. Sú kirkja sem nú prýðir staðinn var byggð 1863 og var kirkjusmiður Þórarinn Benjamínsson frá Efri-Hólum. Hundrað árum síðar fóru fram á henni verulegar viðgerðir og síðar hafa verið gerðar á henni ýmsar endurbætur, skipt um þak og glugga og fleira. Kirkjan átti eitt sinn mikil ítök til afrétta og 1712 er þess getið að hún eigi skóg allan í Arahvammi og Grænavatnslandi en skógar þessir voru þá orðnir mjög eyddir.
Kirkjan á merka gripi, svo sem altaristöflu, sem álitið er að sé frá 17 öld og ljósahjálm úr kopar, sem kom í
Sjá allan textann... |