Prenta síðu á Gardur.is



Einstaklingurinn:
Nafn:
Jón Sigurðsson
Heimili:
Øster Voldgade 8 Kaupmannahöfn
Fæðingardagur:
17-06-1811
Staða:
Forseti Alþingis
Dánardagur:
07-12-1879
Kirkjugarður:
Hólavallagarður við Suðurgötu
Jarðsetningardagur:
04-05-1880
Reitur:
R-418
Annað:

* Ítarefni.

Jón Sigurðsson var Vestfirðingur, fæddur að Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní árið 1811. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson, prestur þar og kona hans Þórdís Jónsdóttir. Voru þau þrjú systkinin, Jón elstur, en hin voru Jens og Margrét. Tæplega 18 ára gamall fór Jón úr foreldrahúsum til Reykjavíkur, þar sem hann tók stúdentspróf. Frá 1833 til 1845 bjó Jón Sigurðsson í Kaupmannahöfn við nám og störf. Vorið 1845 hélt Jón áleiðis til Íslands og um haustið voru þau Ingibjörg Einarsdóttir unnusta hans gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni í Reykjavík. Jón Sigurðsson var fremstur í flokki í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, hann var 10 sinnum kjörinn forseti þingsins og hefur enginn maður gegnt þeirri stöðu jafn lengi. Árið 1848 afsalaði Danakonungur sér einveldi. Þá birti Jón Hugvekju til Íslendinga og var það stefnuskrá hans í sjálfstæðisbaráttunni, sem flestir Íslendingar fylgdu undir forystu hans. Jón Sigurðsson andaðist í Kaupmannahöfn 7. desember 1879 eftir nokkurra mánaða erfið veikindi. Kona hans, Ingibjörg, sem hafði verið við sjúkrabeð manns síns, lést svo níu dögum síðar en hann. Þau hjón hvíla í kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík. Á silfursveig sem Íslendingar í Höfn settu á kistu Jóns stóðu þessi orð: "Óskabarn Íslands, sómi þess, sverð og skjöldur."

Frekari upplýsingar er að finna hér að neðan:

www.hrafnseyri.is

www.jonshus.dk

* Ítarefnið er kostað af: ......
Minnisvarði um Jón Sigurðsson í Suðurgötukirkjugarði.
   
Gamli bærinn, kirkjan og bautasteinn Jóns Sigurðssonar að Hrafnseyri.
Kista Jóns Sigurðssonar borin eftir Aðalstræti árið 1880.

Gagnvirkt kort af kirkjugarðinum: Stækka kort

Söguágrip:
Hólavallagarður er hið eiginlega nafn kirkjugarðsins samkvæmt heimildum um vígslu hans 1838. Árið 1932 var land Suðurgötugarðsins á þrotum og voru þá einungis eftir fráteknar grafir. Fram að þessu hefur því verið grafið í frátekna reiti í garðinum og verður svo næstu ár. Samkvæmt 25. gr. laga nr. 36/1993 á eftirlifandi maki rétt á að binda reit við hlið hins látna, ef kostur er. Ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um fjölda frátekinna grafa, en greftrunum fækkar stöðugt. Sjá nánar um sögu garðsins í bókinni Minningarmörk í Hólavallagarði. Sjá nánar á heimasíðu Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma.

Ítarefni kirkjugarðs:
Svipmynd úr garðinum Víðmyndir úr garðinum
Klukknaport í Hólavallagarði (gamli kirkjugarðurinn við Suðurgötu). [ Skoða fleiri myndir ] Engar víðmyndir úr garði
Annað
Heimasíða kirkjugarðsins [ Skoða ]

Almennar upplýsingar :
Nafn tengiliðar:
Ingvar Stefánsson
Fjöldi þekktra legstaða:
10991
Símanúmer:
585-2700
Prófastsdæmi:
Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
Netfang:
Heimasíða:
https://www.kirkjugardar.is