Prenta síðu á Gardur.is


-Tilbúið sýnishorn
Einstaklingurinn:
Nafn:
Guðrún Björnsdóttir
Heimili:
Hringbraut 50
Fæðingardagur:
24-06-1906
Staða:
Húsmóðir
Dánardagur:
26-04-2000
Kirkjugarður:
Fossvogskirkjugarður
Jarðsetningardagur:
06-05-2000
Reitur:
B-2117
Annað:

Ítarefni. Tilbúið sýnishorn.

Guðrún Björnsdóttir fæddist á Sauðárkróki 24. júní 1906. Hún lést í Reykjavík 26. apríl 2000. Foreldrar hennar voru Björn Benediktsson veitingamaður og Halldóra Guðmundsdóttir sem þá bjuggu í Ingólfsstræti 80. Bræður hennar voru Jón, búsettur í Hafnarfirði, Guðmundur, búsettur í Njarðvíkum, og Gísli, búsettur á Siglufirði. Þeir eru allir látnir. Guðrún giftist 16. júní 1926 Sigurði Ólafssyni kennara. Þau bjuggu fyrst á Sauðárkróki og fluttust síðan til Seyðisfjarðar, þar sem Sigurður var kennari um áratuga skeið. Þeim varð fimm barna auðið og þau eru: 1) Gunnar er kvæntur Vilborgu Jónsdóttur, hjúkrunarfræðingi. Þau eiga tvær dætur. 2) Anna, ljósmóðir, gift Ragnari Gíslasyni. Þau eiga sex börn. 3) Sigvaldi, fv. kennari. 4) Birna, sjúkraliði, gift Sigurbirni Gunnarssyni, lögfr., sem er látinn. Þau eignuðust tvö börn. 5) Gunnlaugur, sjómaður, kvæntur Jónínu Sveinsdóttur, sjúkraliða. Þau eiga tvö börn. Guðrún var húsmóðir á stóru og mannmörgu heimili. Síðustu hjúskaparár sín bjuggu þau í Reykjavík. Sigurður lést 17. apríl 1977. Síðustu árin dvaldist Guðrún á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, þar sem hún fékk góða umönnun og hjúkrun. Útför Guðrúnar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.

   

Gagnvirkt kort af kirkjugarðinum: Stækka kort

Athugið!
Ekki er hægt að staðsetja gröfina í legstaðaskrá á gagnvirka kortinu.
Ekki er búið að skrá þetta svæði garðsins fyrir kortið.
---

Söguágrip:
Fossvogskirkjugarður er löngu orðinn samgróinn borgarmyndinni með sínum beinvaxna trjágróðri og stílhreinu byggingum. En garðurinn þótti mjög óhentugur og út úr í upphafi. Fólk var vant að ganga á eftir líkfylgdinni upp í gamla garðinn við Suðurgötu og mátti ekki til þess hugsa að fara alla leið út í Fossvogsgarð með sína nánustu sem kvatt höfðu þennan heim. Jónas Jónsson ráðherra og Knud Zimsen borgarstjóri áttu hugmyndina að garðstæðinu.
Kirkjugarðurinn í Fossvogi er um 28, 2 hektarar að stærð, og er þá talið með svæðið vestast í garðinum, sem tekið var í notkun 1987. Á miðju ári 1982 var búið að nýta allt land innan marka garðsins, og var þá öll nýgreftrun færð yfir í Gufuneskirkjugarð. Með viðbótinni frá 1987 fékkst rúm fyrir 3900 grafir í viðbót. Áætlað er að um 40 þús. legstaðir verði í Fossvogskirkjugarði. Á miðju ári 1997 höfðu 26.476 grafir verið teknar í garðinum.
Fyrsti maðurinn sem grafinn var í Fossvogskirkjugarði var Gunnar Hinriksson vefari. Hann var jarðsettur 2. september 1932 og er hann því vökumaður garðsins.

Duftgarðurinn í Fossvogi var tekinn í notkun 1950 skömmu eftir vígslu Fossvogskirkju. Árið 1991 var hafist handa um viðamikla endurgerð duftgarðsins, sem nú er lokið.
Á miðju sumri 1994 hófst vinna við gerð duftreits fyrir fóstur á svæði ofan sumarbústaðarlands, sem gengur inn í kirkjugarðinn að sunnanverðu. Reiturinn var vígður 16. september 1994.

Sjá nánar á heimasíðu Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma.

Ítarefni kirkjugarðs:
Svipmynd úr garðinum Víðmyndir úr garðinum
Mynd úr garðinum [ Skoða fleiri myndir ] Engar víðmyndir úr garði
Annað
Heimasíða kirkjugarðsins [ Skoða ]

Almennar upplýsingar :
Nafn tengiliðar:
Ingvar Stefánsson
Fjöldi þekktra legstaða:
33783
Símanúmer:
Prófastsdæmi:
Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
Netfang:
Heimasíða:
https://www.kirkjugardar.is