Guðrún Björnsdóttir fæddist á Sauðárkróki 24. júní 1906. Hún lést í Reykjavík 26. apríl 2000. Foreldrar hennar voru Björn Benediktsson veitingamaður og Halldóra Guðmundsdóttir sem þá bjuggu í Ingólfsstræti 80. Bræður hennar voru Jón, búsettur í Hafnarfirði, Guðmundur, búsettur í Njarðvíkum, og Gísli, búsettur á Siglufirði. Þeir eru allir látnir. Guðrún giftist 16. júní 1926 Sigurði Ólafssyni kennara. Þau bjuggu fyrst á Sauðárkróki og fluttust síðan til Seyðisfjarðar, þar sem Sigurður var kennari um áratuga skeið. Þeim varð fimm barna auðið og þau eru: 1) Gunnar er kvæntur Vilborgu Jónsdóttur, hjúkrunarfræðingi. Þau eiga tvær dætur. 2) Anna, ljósmóðir, gift Ragnari Gíslasyni. Þau eiga sex börn. 3) Sigvaldi, fv. kennari. 4) Birna, sjúkraliði, gift Sigurbirni Gunnarssyni, lögfr., sem er látinn. Þau eignuðust tvö börn. 5) Gunnlaugur, sjómaður, kvæntur Jónínu Sveinsdóttur, sjúkraliða. Þau eiga tvö börn. Guðrún var húsmóðir á stóru og mannmörgu heimili. Síðustu hjúskaparár sín bjuggu þau í Reykjavík. Sigurður lést 17. apríl 1977. Síðustu árin dvaldist Guðrún á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, þar sem hún fékk góða umönnun og hjúkrun. Útför Guðrúnar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
|