Gardur.is
Veftré
Hafðu samband
Spurningar & svör










    

    

    

    


     

Einstaklingurinn:
Nafn:
Ólafía Jóhannsdóttir
Heimili:
Fæðingardagur:
22-10-1863
Staða:
Dánardagur:
21-06-1924
Kirkjugarður:
Hólavallagarður við Suðurgötu
Jarðsetningardagur:
19-07-1924
Reitur:
N-505
Annað:
Senda athugasemd. Umhirðubeiðni. Panta sumarblóm.

Ítarefni. Þessi grein er kostuð af KGRP.

Rithöfundur og mannvinur:
Ólafía Jóhannsdóttir

Ólafía Jóhannsdóttir var fædd að Mosfelli í Mosfellssveit 22. okt. 1863, dóttir Jóhanns prests Benediktssonar og k.h. Ragnheiðar Sveinsdóttur, systur Benedikts alþm. og sýslumanns, föður Einars skálds. Hún ólst aðallega upp hjá móðursystur sinni Þorbjörgu Sveinsdóttur ljósmóður, þjóðkunnri baráttukonu fyrir réttindum kvenna. Eftir nám í Reykjavíkurskóla og einn vetur við kennslu fór hún til Danmerkur 1892, til náms í Askov og í misserisdvöl við búskaparnám á dönskum bóndabæ. Var hún um það leyti með áform um að stofna húsmæðraskóla á Íslandi. Þaðan fór hún til Noregs, var þar nokkra mánuði 1894, kynntist starfi Hvítabandsins og hélt fyrirlestra í Osló, m.a. um nauðsyn háskóla á Íslandi. Gerðist umboðsmaður lífsábyrgðarfélagsins Star á Íslandi og í Færeyjum (hafði þar viðdvöl á heimleiðinni) og nýtti sér þær vinnuferðir til að kynna hugsjónir sínar. Tók þátt í stofnun Hins ísl. kvenfélags, formaður Hvítabandsdeildar þess frá stofnun 1895, vann mikið í góðtemplarareglunni og fór bindindisleiðangra, m.a. um Norður-Ameríku 1897-8 á vegum Hvítabandsins. Hún var hrífandi mælskukona með mikinn sannfæringarkraft, enda stórvel gefin. Á heimsmóti Hvítabandsins 1900 var hún ráðin til starfa í Bretlandi um sumarið, fór þaðan til Noregs og stóð fyrir samkomum. Heimkomin 1901 heimsótti hún sjúka, vann að aðhlynningu drykkjumanna og flutti trúmálaerindi. Ólafía tók arf eftir Þorbjörgu 1903, seldi eigur sínar og hélt til Noregs, kölluð af Hvítabandinu, þó heilsulítil fyrstu árin. Varð hún fyrir trúarreynslu sem segir frá í bókinni Frá myrkri til ljóss, helgaði sig trúnni, losaði sig við allt prjál og viðhafnarklæði, vildi að allt, sem hún ætti, yrði henni því aðeins til gleði, að aðrir gætu notið þess með henni. Vann hún líknarstörf og hjálpaði vegalausum og föllnum konum. Stóð fyrir stofnunum í því skyni, lengstum í Osló, frá 1909, varð forstöðukona nýs kvennahælis 1912, veiktist 1915 og lét af forstöðunni, en vann áfram ötullega. Lánleysingjar og syndarar voru í hennar augum jafningjar sem hún bauð inn til sín daglega, mánuðum saman. Bók hennar Aumastar allra vakti mikla eftirtekt í Noregi og örvaði fjársöfnun til nýs kvennahælis. Þá hélt hún erindi víða. Heim til Íslands kom hún 1921 og hélt samkomur, einkum í KFUM. Á sextugsafmælinu arfleiddi hún fátæka og Hvítabandið að nokkru fé. Héðan fór hún heilsutæp á Lovisenbergspítala og þaðan á Menighetssösterhjemmet í Osló, þar sem hún andaðist 21. júní 1924, ógift og barnlaus. Var hún flutt til Íslands, jarðsett með viðhöfn við hlið Þorbjargar frænku sinnar, var reistur þar bautasteinn og andlitsmynd hennar reist í Osló 1930. Hefur henni verið líkt við helga menn kristinnar kirkju. Rit Ólafíu voru: Daglegt ljós, 1908, De Ulykkeligste, 1916 og 1921, einnig á ensku og íslenzku (Aumastar allra, 1923). Frá myrkri til ljóss, 1925. Ritstjóri Æskunnar 1899, meðritstjóri mánaðarblaðsins Framsóknar 1899-1901 og greinar í Ársriti Hins ísl. kvenfél. 1894-99 o.fl. blöðum, um kvenréttindi, bindindi o.fl.


Jón Valur Jensson ættfræðingur tók saman.

Helztu heimildir:
Hver er maðurinn? II. bindi, bls. 102-3.
Íslenzkar æviskrár IV, 26 og V, 556.
Æviminningabók Menningar- og minningarsjóðs kvenna, I (1955), 137-140, eftir Sigurbjörn Á. Gíslason.
Bjarni Benediktsson: Inngangur að ritum Ólafíu Jóhannsdóttur, I-II, Rv. 1957, endurpr. í bók hans Land og lýðveldi, II, 196-229.
Auk þeirra verka, sem hér voru nefnd, er fjallað ýtarlega um Ólafíu í minningarritinu Í skóla trúarinnar, Rv. 1927, og í bók eftir M. Devold: De Ulykkeliges venn, Osló 1930.

   

Gagnvirkt kort af kirkjugarðinum: Stækka kort
Opna PDF kort:

Söguágrip:
Hólavallagarður er hið eiginlega nafn kirkjugarðsins samkvæmt heimildum um vígslu hans 1838. Árið 1932 var land Suðurgötugarðsins á þrotum og voru þá einungis eftir fráteknar grafir. Fram að þessu hefur því verið grafið í frátekna reiti í garðinum og verður svo næstu ár. Samkvæmt 25. gr. laga nr. 36/1993 á eftirlifandi maki rétt á að binda reit við hlið hins látna, ef kostur er. Ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um fjölda frátekinna grafa, en greftrunum fækkar stöðugt. Sjá nánar um sögu garðsins í bókinni Minningarmörk í Hólavallagarði. Sjá nánar á heimasíðu Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma.

Ítarefni kirkjugarðs:
Svipmynd úr garðinum Víðmyndir úr garðinum
Klukknaport í Hólavallagarði (gamli kirkjugarðurinn við Suðurgötu). [ Skoða fleiri myndir ] Engar víðmyndir úr garði
Annað
Heimasíða kirkjugarðsins [ Skoða ]

Almennar upplýsingar :
Nafn tengiliðar:
Ingvar Stefánsson
Fjöldi þekktra legstaða:
10996
Símanúmer:
585-2700
Prófastsdæmi:
Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
Netfang:
Heimasíða:
https://www.kirkjugardar.is