Gardur.is
Veftré
Hafðu samband
Spurningar & svör










Ný bálstofa á Íslandi    

    

    

    

    


     




Þessi heimasíða er í umsjón og eigu Kirkjugarðasambands Íslands (KGSÍ). Hún var opnuð 9. júní 2001. Söfnun og skráning legstaðaskráa hefur gengið vel. Kappkostað er að uppfæra þær legstaðaskrár sem fyrir eru í grunninum, þ.e.a.s. að bæta inn nöfnum þeirra einstaklinga sem látist hafa frá því að vefurinn var opnaður og hafa verið grafnir í þá kirkjugarða sem þegar eru komnir inn í gagnasafnið. Þessi uppfærsla hefur forgang fram yfir söfnun fleiri legstaðaskráa og mun KGSÍ vinna að því máli í samvinnu og samráði við Hagstofu Íslands.

gardur.is byggir á samvirku gagnasafni og inniheldur leyfilegar upplýsingar um látna einstaklinga og legstað þeirra í kirkjugörðum á Íslandi. Tilgangurinn er að skapa almenningi aðgang á aðgengilegan hátt að upplýsingum um legstað látinna manna á Íslandi. Jafnframt eru á þessum vef upplýsingar um viðkomandi kirkjugarða þ.m.t. kort, texti, myndir og teikningar. Helstu styrktaraðilar gardur.is eru Alþingi og Kirkjugarðasjóður. Einnig hefur Menningarsjóður KEA styrkt verkefnið. Netgarður ehf hannaði vefinn.

Nú eru 165564 nöfn í grunninum.

Í stjórn IN MEMORIAM EHF eru:

Þórsteinn Ragnarsson, formaður,
Smári Sigurðsson, ritari og
Guðmundur Rafn Sigurðson, stjórnarmaður,
allir frá Kirkjugarðasambandi Íslands.

Upplýsingar og svör við spurningum.

· Ef þig vantar upplýsingar um framgang þessa umfangsmikla verks, að skrá allar legstaðaskrár landsins inn í grunninn, hafðu þá samband við Smára Sigurðsson: smari.sigurdsson@gardur.is

· Ef spurningar þínar eða athugasemdir eru í sambandi við þær upplýsingar, sem þegar eru á vefnum eða eru tæknilegs eðlis, hafðu þá samband við Arnfinn Einarsson: arnfinnur@kirkjugardar.is

· Önnur gögn sendist til:
Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma
Vesturhlíð 8
105 Reykjavík
eða á tölvupósti:
info@gardur.is