Haldið var málþing í Viðey um útfararþjónustu og nauðsynlega samvinnu þeirra stétta sem að þeirri þjónustu koma. Kirkjugarðasamband Íslands og Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma buðu prestum, djáknum, útfararstjórum og starfsmönnum kirkjugarða á málþingið og þáðu tæplega 70 manns boðið. Þingfulltrúar sigldu út í eynna kl. 10:30 og til baka kl. 15:15. Haldin voru 5 framsöguerindi og síðan hófust almennar umræður og fyrirspurnir. Prófastar í Reykjavíkurprófastsdæmum stýrðu fundi. Fundargerð málþingsins má finna á slóðinni: www.gardur.is/videy |