Miklubæjarkirkjugarður er í Miklabæjarprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Núverandi kirkja á Miklabæ var vígð 3. júní 1973 eftir að fyrri kirkja hafði eyðilagst í bruna. Kirkjuna teiknaði Jörundur Pálsson arkitekt. Altari og skírnarsár eru höggvin úr íslenskum grástein. Í kirkjugarðinum á Miklabæ er leiði Hjálmars Skálds Jónssonar frá Bólu.
|