Reynistaðakirkjugarður er í Glaumbæjarprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Sérkenni kirkjunnar á Reynistað, sem er byggð úr timbri, eru þau að predikunarstóllinn er yfir altarinu og er svo aðeins í 5 kirkjum öðrum hér á landi. Kirkjan var reist á árunum 1868 - 1869 af Magnúsi Árnasyni trésmið. Er hún með elstu timburkirkjum í Skagafirði. Kirkjan á marga góða gripi, m.a. klukku frá 1743.
|