Sauðárkrókskirkjugarður er í Sauðárkróksprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Sauðárkrókskirkja er byggð úr timbri, reist árið 1892. Litaval, kirkjubekkir og hin gömlu ljósaáhöld (olíulampar), sem nú eru rafvædd, vekja athygli margra, er kirkjuna skoða. Hún á einnig óvenju vandaðan og fjölbreyttan skrúða og margt fagurra gripa, eldri og yngri. Altaristaflan er máluð af danska málaranum Anker Lund 1895. Hún sýnir Krist og lærisveina hans tvo á leið til Emmaus. skírnarfontur er úr tré, útskorinn af Helga Angantýssyni 1955. Formæður Sauðárkrókskirkju voru á Fagranesi á Reykjaströnd og Sjávarborg í Borgarsveit.
|