Flatey er í Reykhólasókn í Barðastrandaprófastsdæmi. Kirkju í Flatey er þjónað frá Reykhólum og var hún reist 1926. Að innan er hún skreytt myndum eftir listamanninn Baltasar. Altaristaflan er eftir Anker Lund, máluð 1885, og sýnir Jesúm í Emmaus. Þá á kirkjan gamalt líkneski úr alabastri er mun vera Andrés postuli.
|