Undirfellskirkjugarður er í Þingeyraklaustursprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Núverandi kirkja á Undirfelli er allveglegt steypuhús sem byggt var sumarið 1915 eftir teikningu Rögnvaldar Ólafssonar húsameistara, dálítið sérkennileg að því leyti að turninn er upp af nyrðra framhorni hennar. Í henni er altaristafla eftir Ásgrím Jónsson er sýnir Jesúm blessa börnin, og fleiri góða gripi, m.a. íslenskur silfurkaleikur frá 1812 og skírnarsár eftir Ríkharð Jónsson. Kirkjan var verulega endurbætt árið 1984.
|