Sólheimakapella í
Mýrdal.
Ytri-Sólheimar í Mýrdal
var kirkjustaður í margar aldir. Fyrst er kirkju getið þar
um 1200. Var það Maríukirkja og áttu hálft
heimaland. Með landshöfðingjabréfi, dags. 15. nóvember
1898 er kirkjan lögð niður, sem og kirkja á
Dyrhólum, en ný kirkja reist að Skeiðflöt. Stendur
sú kirkja enn. Margir
íbúar Sólheimasóknar voru mjög andvígir
burtfluttningi kirkjunnar, áfram var haldið að grafa í
hina fornu grafreiti tvo sem voru á Sólheimum.
Haustið 1942 hófst
fjársöfnun í Dyrhólahreppi til stuðnings
kapellubyggingu að Sólheimum, var það að
tilstuðlan nokkura bænd