Espihóll hefur einnig verið nefndur Stórhóll. Þar gaf Helgi magri land Hámundi heljarskinni Hjörssyni, tengdasyni sínum, að sögn Landmámu. Jón Jakobsson (1738-1808) sýslumaður bjó á Espihóli frá 1769. Hann var mikill áhugamaður um umbætur í landbúnaði, lagði stund á garðrækt og gerði ýmsar jarðræktartilraunir. Sonur Jóns var Jón Espólín (1769-1836) sýslumaður og kenndi hann sig við bæinn. Hann hefur verið talinn einn afkastamestur sagnaritari hérlendis. Kunnustu rit hans eru Íslands Árbækur í söguformi (1823-1855), jafnan nefndar Árbækur Espólíns.
|