Eyrarkirkja í SeyðisfirðiGuðmundur Bárðarson bóndi á Eyri lét byggja núverandi kirkju árið 1866. Hún er úr timbri. í henni er m, a, skírnarsár úr norskum tálgusteini og gömul messingskál. Skírnarsárinn var gefin af norskum hvalveiðimönnum. Þar er og kaleikur og platína úr silfri með áletrað ártalið1885 og nafn silfursmiðsins, Björns árnasonar. Þá á kirkjan klukku með áletruninni MCCCCCXXVI, Þ, E, 1526. Eyrarkirkja er bændakirkja og er í einkaeigu. Síðasti ábúandi á Eyri lést árið 2000. Í kirkjugólfi er hleri sem hægt er að opna. Þar undir er legsteinn og er hægt að lesa á steininn, en ártalið á steininum er frá því 1600.
|