Stórbýli og kirkjustaður í Svarfaðardal. Þar var prestssetur til 1917 er brauðið var sameinað Vallaprestakalli. Tjarnarkirkju er nú þjónað frá Dalvík en þangað var prestssetrið flutt frá Völlum árið 1967. Núverandi kirkja á Tjörn var reist árið 1892. Síðasti prestur á Tjörn var séra Kristján Eldjárn Þórarinsson (1843-1917), hagmæltur merkisklerkur og stundaði lækningar. Sonur hans var Þórarinn (1886-1968), bóndi og hreppstjóri á Tjörn, kvæntur Sigrúnu Sigurhjartardóttur (1888-1959) frá Urðum, og var dr. Kristján Eldjárn forseti (1916-1982) sonur þeirra.
|