Kirkjan að Upsum var lögð niður árið 1954 en ný kirkja, Dalvíkurkirkja var vígð haustið 1960. Í kirkjurokinu svokallaða, árið 1900, fauk gamla kirkjan á Upsum og eyðilagðist þá m.a. altaristafla er máluð var af Arngrími Gíslasyni málara. Við þá atburði voru Þjóðminjasafni Íslands seldir nokkrir gripir gömlu kirkjunnar er þóttu orðnir úreltir en teljast nú hinir merkustu safngripir. Einn þeirra er hinn svonefndi Upsakristur í rómönskum stíl, elstur forníslenskra róðukrossa er varðveist hafa. Á Upsum fæddist Bjarni Pálsson (1719-1779), fyrsti landlæknir á Íslandi. Hann var ágætur náttúrufræðingur.
|