Hér má finna yfirlit yfir kirkjugarða á Íslandi frá upphafi 20. aldar, ásamt upplýsingum um skipulag þeirra og umsjón.
Garður Navigation
Kirkjugarðar
Gagnvirkt kort sem sýnir upplýsingar um kirkjugarða
Nánari leit fyrir kirkjugarða val:
Veldu tegund kirkjugarðs úr fellivalmyndinni.Veldu landshluta kirkjugarðs úr fellivalmyndinni.Efnisflokkur
Á Íslandi eru um 255 kirkjugarðar, stórir og smáir, auk fjölda niðurlagðra garða og heimagrafreita. Flestir þessara garða eru litlir sveitakirkjugarðar þar sem fjöldi grafa á ári er ekki mikill. Þeim er stýrt af sóknarnefndum á viðkomandi stöðum en aðeins fáir þeirra hafa sérstaka kirkjugarðsstjórn.
Stærsti kirkjugarður á Íslandi eru Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma. Þar á eftir koma Kirkjugarðar Akureyrar og Kirkjugarður Hafnarfjarðar.
Kirkjugarðar
Kirkjugarðar eru afmörkuð grafarsvæði sem oftast hafa verið vígð. Hver kirkjugarður er sjálfseignarstofnun undir stjórn kirkjugarðsstjórna sem bera ábyrgð á rekstri og umsjón viðkomandi garðs. Hún sér um að láta taka allar grafir í garðinum, sér um viðhald legstaða og ber kostnað af prestþjónustu vegna útfara.
Eigendur kirkjugarða landsins eru allir landsmenn, án tillits til þess hvort þeir eru innan kirkjusafnaða eða ekki.
Kirkjugarðar þjóðkirkjunnar skulu vígðir af presti en heimilt er að afmarka óvígðan reit innan kirkjugarðssvæðis ef hlutaðeigandi kirkjugarðsstjórn samþykkir. Kirkjugarðar og grafreitir eru friðhelgir og má ekki reisa mannvirki, starfrækja stofnanir eða reka fyrirtæki, sem frá stafar hávaði eða ys, í nánd við kirkjugarða.
Fjármögnun kirkjugarða
Fjárveitingar ríkisins til kirkjugarða eru fólgnar í lögbundnu framlagi, sem hækkar miðað við almennar forsendur fjárlaga og eykst í samræmi við stækkun grafarsvæða í umhirðu og fjölgun greftrana. Hver kirkjugarður fær tekjur eftir stærð kirkjugarðs (umhirðugjald) og fjölda greftrana í garði (grafarkostnaður). Kirkjugarðaráð hefur falið Kirkjugarðasambandi Íslands að reikna út þær tekjur sem kirkjugarðar fá.
Kirkjugarðasjóður
Kirkjugarðaráð hefur yfir að ráða jöfnunarsjóði, kirkjugarðasjóði, sem allir kirkjugarðar greiða í. Úr honum eru árlega veittir styrkir til kirkjugarða sem standa höllum fæti fjárhagslega. Umsóknir um styrki hafa á undanförnum árum verið margfalt hærri en sjóðurinn hefur ráðið við en engu að síður hefur verið unnið mikið starf af hálfu framkvæmdastjóra kirkjugarðaráðs sem hefur yfirumsjón með þeim framkvæmdum.
Við úthlutun úr kirkjugarðasjóði er lögð áhersla á faglega forgangsröðun verkefna og er þeim síðan áfangaskipt og fylgt eftir á hverjum stað þar til góð heildarmynd hefur náðst.