Garður Navigation
Bálfararbeiðni
Ef þú ert sjálfráða, þ.e.a.s. orðin(n) 18 ára og hefur ákveðið að láta brenna þig að lífi loknu, getur þú afgreitt málið með því að fylla út eyðublaðið hér að neðan.
Þú verður að tilgreina tvo votta, sem eru 18 ára eða eldri, og heimilisföng þeirra. Þú og þau sem votta viljayfirlýsinguna fá síðan staðfestingarbréf frá skrifstofu Kirkjugarðanna og er það sent til að ganga úr skugga um að yfirlýsingin sé komin frá þér og allt sé með felldu. Viljayfirlýsingin verður síðan geymd í tölvu KGRP.
Athugið – Ef viljayfirlýsing um bálför liggur ekki fyrir þegar andlát ber að höndum, og fullvíst er að það hafi verið vilji hins látna að um bálför yrði að ræða, þurfa nánustu ástvinir að láta viðkomandi prest eða útfararstjóra vita um það. Í slíkum tilfellum á alls ekki að fylla út beiðni hér á netinu.