Garður Navigation

Fossvogskirkjugarður
Almennar upplýsingar
- Nafn tengiliðar: Ingvar Stefánsson
- Símanúmer: 585-2700
- Netfang: skrifstofa@kirkjugardar.is
- Staðsetning: Reykjavíkurborg - Höfuðborgarsvæði
- Heimasíða: https://www.kirkjugardar.is
Söguágrip
Kirkjugarðurinn í Fossvogi er um 28, 2 hektarar að stærð, og er þá talið með svæðið vestast í garðinum, sem tekið var í notkun 1987. Á miðju ári 1982 var búið að nýta allt land innan marka garðsins, og var þá öll nýgreftrun færð yfir í Gufuneskirkjugarð. Með viðbótinni frá 1987 fékkst rúm fyrir 3900 grafir í viðbót. Áætlað er að um 40 þús. legstaðir verði í Fossvogskirkjugarði. Á miðju ári 1997 höfðu 26.476 grafir verið teknar í garðinum.
Fyrsti maðurinn sem grafinn var í Fossvogskirkjugarði var Gunnar Hinriksson vefari. Hann var jarðsettur 2. september 1932 og er hann því vökumaður garðsins.
Duftgarðurinn í Fossvogi var tekinn í notkun 1950 skömmu eftir vígslu Fossvogskirkju. Árið 1991 var hafist handa um viðamikla endurgerð duftgarðsins, sem nú er lokið.
Á miðju sumri 1994 hófst vinna við gerð duftreits fyrir fóstur á svæði ofan sumarbústaðarlands, sem gengur inn í kirkjugarðinn að sunnanverðu. Reiturinn var vígður 16. september 1994.
Sjá nánar á heimasíðu Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma.