Garður Navigation
Gufuneskirkjugarður
Almennar upplýsingar
- Nafn tengiliðar: Ingvar Stefánsson
- Símanúmer: 585-2700
- Netfang: skrifstofa@kirkjugardar.is
- Staðsetning: Reykjavíkurborg - Höfuðborgarsvæði
- Heimasíða: https://www.kirkjugardar.is
Söguágrip
Árið 1973 úthlutaði Reykjavíkurborg Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma 90, 7 hekturum úr landi Gufuness og Korpúlfsstaða. Í kjölfar úthlutunarinnar hófu starfsmenn KGRP að gróðursetja trjágróður á svæðinu og má víða sjá þess vott, t.d. í holtinu við sunnanverðan Hallsveg. Við jarðvegsrannsóknir á árunum 1973 til 1976 kom í ljós að allstór hluti var ekki grafartækur og þá var gert samkomulag um að minnka svæðið niður í ca 55 ha. Áætlað var að það landsvæði dygði fram á 3. tug næstu aldar.
Fyrst var grafið í Gufuneskirkjugarð í júní 1980 og frá árinu 1983 hafa mun fleiri verið jarðsettir í Gufuneskirkjugarði en Fossvogskirkjugarði, en sá garður er nú útgrafinn, þar eru aðeins eftir frátekin leiði. Á árunum fyrir 1985 hófst undirbúningur byggingarframkvæmda í Grafarvogi, sem brátt varð vinsælt nýbyggingarhverfi. Borgaryfirvöld klipu þá aftur af kirkjugarðinum, sem nú var minnkaður niður undir 30 ha, en jafnframt var Kirkjugörðunum úthlutað 20 ha lands undir kirkjugarð í Stekkjarbrekku, milli Úlfarsár og Vesturlandsvegar. Þannig er staðan í dag og áætlað er að Gufuneskirkjugarður verði útgrafinn (utan frátekið) árið 2015. Fram til 1. júlí 1997 hafa 4.885 grafir verið teknar í garðinum.
Sjá nánar á heimasíðu Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma.
Skipulagsbreytingar voru gerðar á Gufuneskirkjugarði í byrjun október 2002, sem felast í því að áður byrjuðu öll svæði á A og svæðisnúmeri en hafa nú fengiðnýjan bókstaf og nýtt svæðisnúmer, en leiðisnúmer er samt áfram það sama.