Kirkjug. Akureyrar – Naustahöfða
Almennar upplýsingar
- Nafn tengiliðar: Smári Sigurðsson
- Netfang: kga@kirkjugardur.is
- Staðsetning: Akureyrarbær - Norðurland eystra
Söguágrip
Eins og greint er frá í bók Sverris Pálssonar, Akureyrarkirkja, „Uppi á Höfðanum var að öllu athuguðu skásta kirkjugarðsstæðið í nágrenni kirkjunnar, grasi gróinn moldarjarðvegur og sæmileg jarðvegsdýpt.” Landið var hluti af jörðinni Naustum, sem þá var eign séra Daníels prófasts Halldórssonar á Hrafnagili. Haft er fyrir, satt að hann hafi gefið Akureyrarkaupstað landsskika uppi á Naustahöfða undir kirkjugarð, og er eftirfarandi glefsa úr Norðanfara einkum höfð til marks um það. Hún er úr grein sem rituð var í júlí mánuði 1877 og undirskrifuð „Nokkrir Akureyrarkauspstaðbúar”. Þar stendur. „Vér höfum nú að vísu heyrt, að þegar kirkja vor var orðin fullgjör, hafi nokkrir bæjarbúar samið við prestinn um, að honum skyldi heimilt að búa á Hrafnagili í næstu 5 ár gegn því, að hann eftirléti kaupstaðnum blett úr landi eignarjarðar hans, Nausta, til kirkjugarðsbyggingar”Á þessum tíma var búið að reisa kirkju á lóð þar sem Minjasafnið á Akureyri stendur nú. Beint undir brekkunni þar sem kirkjugarðinum var ætlaður staður. Fljótlega eftir vígslu kirkjugarðsins fóru að heyrast raddir um að flytja þyrfti kirkjugarðinnn ofanaf brekkunni og að kirkjunni. Ætla mætti að erfitt hafi verið að koma kistu upp þessa bröttu brekku frá kirkju að kirkjugarði amk. að vetri til. Það eitt hefði verið fullgild ástæða til að óska eftir flutningi garðsins. En svo var ekki, ástæðan var að menn töldu þetta ekki vera næganlega gott grafarstæði. Það fór þó svo að garðurinn var ekki fluttur og stendur enn.Gagnvirkt kort af kirkjugarðinum
Gagnvirkt kort sem sýnir upplýsingar um kirkjugarða