Viðeyjarkirkjugarður
Söguágrip
Nokkrir þekktir menn úr sögu þjóðarinnar hvíla í Viðeyjarkirkjugarði. Má þar nefna Skúla Magnússon, Magnús Stephensen og Gunnar Gunnarsson skáld. Um 1750 urðu þáttaskil í sögu Viðeyjar. Þá flytur Skúli Magnússon landfógeti þangað. Viðeyjarstofa var byggð á árunum 1753-1755 að frumkvæði Skúla. Hún er elsta hús í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. 1774 var ný kirkja vígð þar. Kirkjan er hin næstelsta á landinu og í henni elsta upphaflega kirkjuinnréttingin. Þegar Skúli kom til Viðeyjar var búið þar í fádæma niðurníðslu en þegar hann féll frá, rúmlega 40 árum síðar, var eyjan eitt mesta höfuðból landsins.Gagnvirkt kort af kirkjugarðinum
Gagnvirkt kort sem sýnir upplýsingar um kirkjugarða