Inga Svava Ingólfsdóttir

Default Alt Text

Fæðingardagur:

24.2.1943

Dánardagur:

20.4.2019

Jarðsetningardagur:

29.5.2019

Aldur:

76 ára

Heimili:

Hlynsölum 3

Staður:

Ekki skráð

Reitur:

A-8-289

Neðangreind ævidrög voru birt í Morgunblaðinu á útfarardegi:

Inga Svava Ingólfsdóttir fæddist 24. febrúar 1943 á Akranesi. Hún lést 20. apríl 2019. Foreldrar hennar voru Ingólfur Jónsson, verslunarstjóri á Akranesi, f. 5. september 1906, d. 29. mars 1977 og Svava Ó. Finsen, húsmóðir og skrifstofumaður á Akranesi, f. 25. janúar 1907, d. 3. september 1995. Föðurforeldrar hennar voru Jón Sigurðsson, trésmiður á Akranesi, og Sigríður Lárusdóttir Ottesen, ljósmóðir á Akranesi. Móðurforeldrar hennar voru Ólafur Finsen, læknir á Akranesi, og Ingibjörg Ísleifsdóttir, húsmóðir þar. Fjölskyldan bjó á Vesturgötu 40. Inga Svava gekk í barnaskólann á Akranesi og tók landspróf frá Gagnfræðaskóla Akranes, áður en hún fór í Menntaskólann í Reykjavík á málabraut. Eftir menntaskólann fór hún í Háskóla Íslands og lauk þaðan prófi í viðskiptafræði, ein allra fyrst íslenskra kvenna. Á námsárunum bjó hún á Ránargötu 21 hjá föðursystur sinni Ástu Jónsdóttir. Hún fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna í eitt ár og lærði ensku. Inga Svava fékk sumarvinnu í Sementsverksmiðju ríkisins og þar kynntist hún Jóni Ólafssyni sem síðar varð tannlæknir en var líka í sumarvinnu hjá Sementsverksmiðjunni. Foreldrar Jóns voru Ólafur Jónsson, bóndi á Gröf í Hofshreppi í Skagafirði og Svanhildur Sigfúsdóttir, húsmóðir þar. Þau Jón giftu sig 18. desember 1970. Þá fluttu þau á Ránargötu 30 og dóttir þeirra Hildur Karítas fæddist á aðfangadag árið 1974. Þau hjónin fengu lóð á Birkigrund í Kópavogi og byggðu sér hús sem þau fluttu inn í á áttunda áratugnum. Inga Svava vann hjá Pósti og síma sem starfsmannastjóri um árabil. Inga Svava og Jón fjárfestu í íbúð í Orlandó í Flórídaríki og fóru jafnan vestur um haf í marga mánuði í senn yfir vetrartímann. Útför hennar fór fram í kyrrþey.

Athugasemd