Garður Navigation
Kristjana Fenger
Fæðingardagur:
16.2.1951
Dánardagur:
11.11.2023
Jarðsetningardagur:
12.12.2023
Aldur:
72 ára
Heimili:
Akurholti 4
Staður:
Mosfellsbær
Reitur:
C-5-339
Kirkjugarður:
Gufuneskirkjugarður - duftgarðurNeðangreind ævidrög voru birt í Morgunblaðinu á útfarardegi:
Kristjana Fenger fæddist í Reykjavík 16. febrúar 1951 og ólst þar upp. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 11. nóvember 2023. Foreldrar hennar voru Kristín Finnsdóttir Fenger sjúkraþjálfari, frá Hvilft í Önundarfirði, f. 30. október 1925, d. 14. desember 1998, og eiginmaður hennar Garðar Emil Fenger stórkaupmaður, f. 2. október 1921 í Þórshamri í Reykjavík, d. 2. nóvember 1993. Kristjana eignaðist þrjú systkini: Jakob Fenger, f. 1952, d. 2008, Emil Fenger, f. 1953, d. 1984, og Hjördísi Fenger, f. 1957. Sambýlismaður Hjördísar er Bjarni Hákonarson, f. 1954. Fyrri eiginmaður Kristjönu var Guðmundur Ólafsson, f. 14. desember 1951 (þau skildu). Sonur þeirra er Flóki Guðmundsson, f. 9. ágúst 1976. Eiginkona Flóka er Eyrún Baldursdóttir, f. 7. júlí 1975. Þau eiga tvær dætur, Dýrleifu Kristínu, f. 2007, og Auði Eldeyju, f. 2011. Seinni eiginmaður Kristjönu er Þórður Hauksson, f. 12. nóvember 1952. Dóttir þeirra er Saga Fenger Þórðardóttir, f. 18. október 1987. Eiginmaður Sögu er Ólafur Jens Ólafsson, f. 30. nóvember 1983. Börn þeirra eru Hrafn Fenger Ólafsson, andvana fæddur 2015, Týr Fenger Ólafsson, f. 2016, og Dögg Fenger Ólafsdóttir, f. 2022. Þórður á tvo syni af fyrra hjónabandi. Haukur Þórðarson, f. 29. febrúar 1972, er giftur Kristínu Björgu Einarsdóttur, f. 12. apríl 1976, og eiga þau þrjá syni: Alexander Einar, f. 1999, Sólon Þórð, f. 2008, og Oliver Krumma, f. 2011. Þau búa í Kaupmannahöfn. Daníel Þórðarson, f. 7. febrúar 1975, og er stjúpdóttir hans Veronica Salka Jennýjardóttir Firth, f. 2005. Kristjana lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1972, diplómanámi í iðjuþjálfun frá Skolen for Ergoterapeuter í Kaupmannahöfn 1977 og meistaraprófi í iðjuþjálfunarfræði við Florida International University 1998. Hún starfaði á Reykjalundi 1977-1982 og aftur 1988-1998, á geðdeild Landspítalans við Hringbraut 1982-1986 og sem lektor í iðjuþjálfun við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri 1998-2021. Kristjana gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum innan Iðjuþjálfafélags Íslands (IÞÍ) fyrstu árin eftir að hún kom heim frá námi. Hún sat m.a. í stjórn félagsins og ýmsum nefndum auk þess að taka þátt í alþjóðlegu starfi fyrir hönd félagsins. Í starfi sínu sem iðjuþjálfi og síðar lektor við Háskólann á Akureyri tók hún alla tíð þátt í þróun fagsins og var gerð heiðursfélagi Iðjuþjálfafélags Íslands árið 2023.