Garður Navigation
Páll Gíslason
Fæðingardagur:
7.12.1936
Dánardagur:
4.6.2011
Jarðsetningardagur:
18.11.2011
Aldur:
74 ára
Heimili:
Hringbraut 50
Staður:
Reykjavík
Reitur:
I-510
Kirkjugarður:
Hólavallagarður við SuðurgötuNeðangreind ævidrög voru birt í Morgunblaðinu á útfarardegi:
Páll Gíslason fæddist í Reykjavík 7. desember 1936. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Grund 4. júní 2011.Foreldrar hans voru Gísli Sigurðsson, f. 1. apríl 1896 á Yrpuhól, Villingaholtshreppi, d. 24. ágúst 1978, og Katrín Kolbeinsdóttir, f. 18. ágúst 1897 í Hlíð í Grafningi, d. 6. maí 1982. Systkini hans voru Ásdís, f. 1928, d. 1931, Ásgeir, f. 1931, Alexía Margrét, f. 1932, og Kolbeinn, f. 1935. Páll starfaði lengst af við timbursölu, fyrst hjá Timburverslun Árna Jónssonar í rúm 20 ár og síðan hjá Húsasmiðjunni í um 14 ár eða þar til hann veiktist 1999. Síðustu þrjú og hálft árið dvaldist hann á Hjúkrunarheimilinu Grund.