Sveinn Bjarki Sigurðsson

Default Alt Text

Fæðingardagur:

10.9.1970

Dánardagur:

9.3.2010

Jarðsetningardagur:

27.5.2010

Aldur:

39 ára

Heimili:

Goðheimum 23

Staður:

Reykjavík

Reitur:

C-3-262

Neðangreind ævidrög voru birt í Morgunblaðinu á útfarardegi:

Sveinn Bjarki Sigurðsson fæddist í Reykjavík 10. september 1970. Hann lést á heimili sínu 9. mars 2010. Foreldrar hans voru Sigurður Þórir Sigurðsson, f. 7. desember 1950, sonur hjónanna Sigurðar Guðmundssonar, f. 9. september 1905, d. 24. maí 1977, og Önnu Biering, f. 30. nóvember, 1912, og Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir, f. 7. janúar 1952, dóttir hjónanna Sveinbjörns Markússonar, f. 25. júní 1919, og Önnu Jónsdóttur, f. 7. mars 1926. Bróðir Sveins er Rúnar Sigurðsson, f. 17. nóvember 1974, maki Stefanía Ragnarsdóttir, f. 1. júlí 1979. Sveinn Bjarki kvæntist 27. desember 2003 Rögnu Eiríksdóttur, f. 4. september 1974. Foreldrar hennar eru Eiríkur Rúnar Hermannsson, f. 15. október 1948, og Helga Erlendsdóttir, f. 14. janúar 1948, d. 23. mars 2009. Börn Sveins og Rögnu eru 1) Alexander Freyr, f. 8. nóvember 1994, 2) Sólveig Embla, f. 27. júní 2003, og 3) Ásta Eir, f. 4. júlí 2006. Sveinn Bjarki lauk 2. stigi úr Söngskólanum í Reykjavík árið 1990, Lögregluskóla ríkisins 1998, forritun og kerfisfræði úr NTV 2001, skipstjórnarréttindum 2003 og var á öðru ári í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Sveinn hefur unnið ýmis störf um ævina m.a. sem afgreiðslumaður í blómabúð föður síns, lagerstjóri og á bifreiðaverkstæði lögreglustjórans í Reykjavík. Sveinn vann lengst af sem lögreglumaður og hóf störf hjá lögreglustjóranum í Reykjavík árið 1996 á A-vakt almennrar deildar. Auk þess að starfa við almenn lögreglustörf starfaði hann við hverfislöggæslu, rannsóknir ofbeldis- og fíkniefnabrota og í fíkniefnastofu embættis ríkislögreglustjórans. Síðustu árin starfaði Sveinn við tölvurannsóknir við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.

Athugasemd