Garður Navigation
Svandís Matthíasdóttir
Fæðingardagur:
13.9.1926
Dánardagur:
13.8.2017
Jarðsetningardagur:
17.11.2017
Aldur:
90 ára
Heimili:
Skúlagötu 20
Staður:
Reykjavík
Reitur:
D-5-21
Kirkjugarður:
Fossvogskirkjugarður - duftgarðurNeðangreind ævidrög voru birt í Morgunblaðinu á útfarardegi:
Svandís Matthíasdóttir fæddist á Ísafirði 13. september 1926. Hún andaðist á Dvalarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík 13. ágúst 2017. Foreldrar hennar voru Matthías Ásgeirsson skattstjóri og Sigríður Gísladóttir húsfreyja. Svandís var yngst þriggja systra. Þær eldri voru Guðný Maren og Áslaug. Svandís giftist Hauki Kristjánssyni lækni árið 1949, Haukur lést árið 2001. Þau eignuðust þrjú börn. Þau eru Birgir, giftur Gróu Erlu Rögnvaldsdóttur, Rósa og Baldur, giftur Lilju Ingvarsson. Barnabörnin eru fjögur og barnabarnabörnin fjögur. Svandís útskrifaðist gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Ísafjarðar árið 1943. Hún vann á skrifstofu Sýslumanns á Ísafirði og síðar á skrifstofu Tollstjóra í Reykjavík en frá árinu 1951 sinnti hún heimili þeirra hjóna.