Höfuðból, kirkjusetur og sögustaður. Núverandi kirkja var reist að mestu árið 1847 en vígð 1848. Kirkjan fauk af grunni 1975 og var viðgerðum lokið 1988 og kirkjan endurvígð sama ár. Þjóðminjasafn Íslands hafði umsjón með viðgerðinni. Klukknaport stendur uppi frá 1781. Í því eru þrjár klukkur, þar af tvær frá 18. öld. Á Möðruvöllum í Eyjafirði bjó á söguöld Guðmundur Eyjólfsson, kallaður ríki. Hann var einn valdamesti höfðingi í landinu í lok 10. aldar og byrjun þeirrar 11. Sagt er að hann hafi haft 120 kýr í fjósi og á annað hundrað vinnuhjúa. Frá honum voru Möðruvellingar komnir.
|