Kaupangur er bær og kirkjustaður í Kaupangssveit, suðaustan Akureyrar. Ekki er ljóst hversu lengi kirkja hefur verið Kaupangi en hennar er þó getið í Auðunnarmáldaga frá 1318. Kirkjan var áður útkirkja frá Hrafnagili og helguð Maríu guðsmóður og Ólafi konungi helga, í kaþólskum sið. Núverandi kirkja er eign safnaðarins og var hún vígð 1922. Var hún reist af Sveinbirni Jónssyni, sem kenndur var við Ofnasmiðjuna, en hann var þá byggingameistari á Akureyri. Kirkjan er hlaðin úr r-steini og er sérkennileg vegna staðsetningar turnsins. Hún tekur um 90 manns í sæti. Kirkjan var endurgerð að innan 1988. Þar er gömul brík frá 17. öld. Kaupangskirkja á altaristöflu eftir Þórarin B. Þorláksson, listmálara.
|