Bakki er bær og kirkjustaður í Öxnadal neðanverðum. Á Bakka bjó að fornu Guðmundur dýri Þorvaldsson (d. 1212). Guðmundur var mestur höfðingi í Eyjafirði um sína daga en átti í miklum deilum og mannvígum. Er af honum sérstök saga í Sturlunga sögu. Kirkjan á Bakka er elsta guðshús í Eyjafjarðarprófastsdæmi, reist 1843. Hún á marga góða gripi, m.a.altaristöflu og prédikunarstól frá 1703 og margar góðar bækur.
|