Á Möðrufelli bjó Ari Jónsson lögmaður, sonur Jóns biskups Arasonar. Hann var mikilmenni talinn, fylgdi föður sínum í stórræðum hans, var handtekinn með honum á Sauðafelli í Dölum og hálshöggvinn í Skálholti 1550. Í Möðörufelli var einn af hinum fjórum holdsveikraspítölum landsins. Þar stóðu lengi forn hús og eru fjalir þaðan með merkilegum útskurði í Þjóðminjasafni Íslands. Í Möðrufellshrauni óx reyniviðartré sem lifði öldum saman og menn héldu að væri helgitré og sögur og ljóð hafa skapast um. Afkomendur þess viðar eru elstu reynitré í Skriðu og á Akureyri.
|